GRÓ — Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu: Þekkingaruppbygging sem stuðlar að framgangi heimsmarkmiðana
miðvikudagur, 20. nóvember 2024 18:30-20:00, Lighthouse Restaurant, Kirkjubraut 10, 300 Akranes
Fyrirlesari(ar): Nína Björk Jónsdóttir
Skipuleggjendur:
- Eiríkur Karlsson
- Bjarnþór G. Kolbeins
Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, mun segja frá starfi GRÓ skólanna fjögurra, þ.e. Jafnréttisskólans, Jarðhitaskólans, Landgræðsluskólans og Sjávarútvegsskólans. GRÓ starfar undir merkjum UNESCO og hefur það að markmiði að koma íslenskri sérþekkingu sem getur stuðlað að framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á framfæri við lágtekjuríki. Starfsemi GRÓ er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.
Bjarnþór verður með erindi félaga
Akranes
Skráning
Skráningarfrestur er liðinn